Sól sól skín á mig

Ég er alveg mjög sátt við það að sólin er farin að skína og það er orðið ágætlega heitt úti 🙂  kvarta alla vegana ekki. Vona bara að veðrið verði svona um helgina því ég er að spá í að skella mér í sveitina og njóta góða veðrisins þar 😉 og auðvita fá sér ís 😉

Það styttist óðum í Noregsferðina og hlakkar mér mjög mikið til. Verður frábært að heimsækja litlu fjölskylduna í Noregi (sem fer stækkandi 😉 ).  langar reyndar frekar mikið til London, Hildur vinkona var að koma frá London og ég var bara öfundsjúk hehe 😉  en hvað veit maður nema maður skelli sér í haust eða fyrir jólinn 😀   London einu sinni á ári er næstum nauðsynlegt 😀

Horfði á allra vörum um daginn og mér fannst þetta snilldar framlag.  safnaðist slatti af pening en samt ekki nóg og auðvita lagði maður sitt af mörkunum 😉   Mér finnst brjálað fyndið að það er verið að eyða milljónir í einhvern dana sem á að koma og ná einhverjum ísbjörn og það auðvita mistekst og nokkrar milljónir farnar í vaskinn. Hefði ekki verið sniðugara að nota þessa peninga í eitthvað gagnlegt.  Talandi um ísbjörn, einhver annar orðin leiður á þessu ísbjarnar tali í fjölmiðlum ????

Vona að þið eigið góða helgi og mæli með því að þið kíkið á myndböndin hér fyrir neðan, þau fá ykkur til að brosa 🙂

 

3 Responses to Sól sól skín á mig

  1. Thelma skrifar:

    Ég er orðin mjööööööööög þreytt á þessu ísbjarnartali… það er alveg komið nóg….

    oh hvað ég öfunda þig að vera að fara svona mikið til útlanda… hefði ekkert á móti því að fara eitthvað í sumar… 😦

  2. Erla Bumba skrifar:

    Hahahaha snilldar myndbönd! sérstaklega the evil look og Charlie híhí:D mega fyndið:)

    En úffffff erum við samt að tala um aðeins of mikinn hita? ég er alltaf að bráaaaaaaaaðna! Og ég þori að veðja að um leið og baunsan mín kemur og ég get farið að gera eitthvað þá kemur rigning og hundleiðinlegt veður..alveg típískt;)

  3. Unnur skrifar:

    úffff tad er líka alltaf tad sama í fréttunum hér…fótbolti og kreppa…kannski ekki alveg tad sama og ísbirnir;)
    Góda skemmtun í Norge 😀
    Knús!!!

Færðu inn athugasemd