Hafnarfjörður here I come…….

ágúst 28, 2008

Merkilegt, þegar ég var lítil varð ég frekar mikill dramadrottning ef mamma og pabbi minntust eitthvað á þá hugmynd um að flytja kannski í Hafnarfjörðin.  Það var bara hræðileg tilhugsun, maður var náttúrlega gelgja og himin og jörð hefðu örugglega farist ef maður hefði flutt frá vinum sínum 😉  Svo varð ég eldri og þroskaðri (eða ég held því alla vegana fram) og Hafnafjörður leit ekki neitt svo illa út lengur 😉   Þar sem allt er í kreppu og ég ákvað að í framtíðinni vil ég vera í umönnunarstarfi sem er nota bene ekki vel borguð. En peningar eru ekki allt og mestu skiptir að vera hamingjusamur…. en nú er ég algjör farin að tala um allt annað. Ég ætlaði nú bara að segja að ég er að fara að flytja á vellina í LITLA en sæta íbúð 🙂 ég ákvað að taka stúdentaíbúð (ódýrastar) á leigu og það verður mjög fínt. Stutt í flesta þjónustu og heim til stóra bróður 😉  Mig langaði ekki neitt í stúdentaíbúðirnar í RVK og þar sem vellirnir eru nú rétt hjá Garðabænum og vinnunni minni þá var þetta tilvalið 🙂  

Talandi um vinnu þá er þvílíkt stuð hjá mér þar og mínum dygga aðstoðarmanni Axel.  Verð bara að segja að ég held að þetta verði nokkuð skemmtilegur vetur hjá okkur 😀  Skemmtilegir unglingar og skemmtilegt starfsfólk, getur maður beðið um meira 😉

Fór niðrí bæ í gær að taka og fylgdist með mótökunni og það var bara mjög gaman. Fór með Unni vinkonu og við kíktum aðeins á kaffihús. Þvílíkur fjöldi af fólki, nokkuð flott að sjá hversu margir mættu.

enda á nokkrum myndum frá Noregi…..

 

 

 

 

 

 

 

Auglýsingar

Strákarnir okkar !!!

ágúst 22, 2008

Ég hef alltaf haft mikinn áhuga handbolta og reyni að horfa á alla leiki með íslenska handboltalandsliðinu en þessir ólympíuleikar eru að fara með mínar taugar, þvílík spenna !!!  Það er svo frábært að við erum að spila um gullið, ég hlakka til að horfa á leikinn á sunnudaginn.  Í dag horfði ég á leikinn í vinnunni á skjávarpa og án þess að fatta það var ég búin að naga 2 neglur !!!!!!! Þetta er búið að vera þvílíkt spennandi en bara skemmtilegt !!  Og án efa mundi ég segja að Dorrit forsetafrú sé skemmtilegasta aðdáandi íslenska landsliðsins, hún er algjört æði 😉  
Og til að bæta við þá er Guðjón Valur einn af kynþokkafyllstu karlmönnum íslands !!!  😉

Byrjuð í vinnunni á fullu eftir smá sumarfrí og það er fínt. Mér finnst nefnilega gaman í vinnunni og dagarnir líða mjög hratt, eins og til dæmis þessi vika er gjörsamlega búin að hverfa.  Þannig á það líka að vera, er það ekki 😉
 
 Vitið hvað fer í taugarnar á mér, ljósmæðraverkfallið !!!  Ég skil greyið ljósmæðurnar að fara í verkfall og styð þær. En af hverju eru alltaf umönnunarstörfin verst borguð ???  svo eru einhverjir pleppar á himinháum launum og vita varla hvað þeir eiga að gera við peningana sína. Mér finnst alltaf vera að hækka launin hjá þessum stjórnmálamönnum sem eru margir hverjir snarruglaðir og leiðinlegir !!!!   Ef ekki væri fyrir þessi umönnunarstörf og fólkið sem væri í þeim, hvað yrði um þetta litla þjóðfélag þá ??
 
 Jæja nóg af mér í bili, ég segi bara : ÁFRAM ÍSLAND !!!!!! 😀  


Flughræðsla

ágúst 6, 2008

Jæja ég er komin heim eftir vikuferð til írisar, Veigars og Viktors.  Hafði það mjög gott þarna hjá þeim og lærði nýtt spil sem við spiluðum næstum á hverjum kvöldi og ég var frekar óheppin í því verð ég að segja 😉 
Það var kíkt á hina ýmsu staði og kíkt aðeins í búðir og einnig fór ég að horfa á Veigar keppa og Stakbæk vann 4-1, ekki slæmt það.  Veðrið var fínt og einn daginn var þvílíkt heitt þannig það var bara haft það fínt í bakgarðinum og farið í vatnsslag og svona 🙂  Ég segi bara takk enn og aftur fyrir mig elsku Íris og Veigar

OK, ég er flughrædd og ég er sérstaklega flughrædd þegar ég er að fara ein í flugvél það er að segja er ekki að ferðast með neinum sem ég þekki. Á þriðjudagsmorguninn áður en ég fór út var ég byrjuð að vera flökurt og leið bara illa. Kristín mágkona keyrði mig á flugvöllinn og var ég að reyna að hugsa um eitthvað allt annað en þessa flugferð. Svo kom að því að fara í flugvélina, sat hliðinni á einhverjum feðginum var að reyna að anda eðlilega þegar flugvélin fór á loft. Ok allt gekk vel eins og vanalega og ég var nú byrjuð að slaka á. Svo 40 mínútum áður en við eigum að lenda fljúgum við inn í vont veður, eldingar og rigning úti og flugvélinn hoppaði. Ég fékk áfall, hélt fyrir eyrun (veit ekki af hverju ég geri það alltaf en anyways), kallinn við hliðina á mér lítur á mig og segir “ bad weather“…… REALLY ???? tók ekki eftir því !!!!!!!!  ég sit þarna og mér líður ömurlega, og án þess að fatta það renna tár niður augun á mér. Ég verð eiginlega bara lítil og langar mest að fara heim til Mömmu he he he.  Flugvélin lendir svo loksins og úti er grenjandi rigning, þrumur og eldingar. Íris býður svo eftir mér á lestarstöðinni og var ég svo feginn að sjá hana he he 🙂 
Flugferðin heim var sem betur fer fín og ég lenti í einni af þessum nýjum vélum þar sem maður stjórnar tónlistinni og hvað maður vill horfa á sjálfur. 🙂  

Ég kveð í bili…..