draugur í bínum mínum !!!

mars 17, 2008

Hjá framsætunum í bílnum mínum eru ljós í loftinu sem þú þarft að ýta á til að þau kveikni.  Ég læsi alltaf bílnum mínum þegar ég fer úr honum og það klikkar ekki.  En það hefur gerst tvisvar að þetta ljós hefur kviknað þegar enginn er í bílnum og ég þarf að ýta á það til að það slökkni.  Frekar spúkí finnst mér !!! 

Náðí mér í kvef og hálsbólgu og pínu hita, alltaf jafn gaman af því eða ekki.  Ásta og Emil kíktu í heimsókn á föstudaginn og það var mjög gaman 😀  Maður sér þau mæðgin alltof lítið, þó það sé nú ekki langt til Selfossar.  Ég og Ásta náðum alla vegana að tala mikið saman og rifjuðum upp ýmislegt, meðal annars þegar ég hoppaði yfir hestinn, geri aðrir betur hehe

páskafrí eftir 3 daga jibbí…

Auglýsingar