Ég vil góðar fréttir !!!

september 24, 2008

Er það bara ég eða er ekkert nema vondar fréttir í blöðum og sjónvarpi…….  Mér finnst í hvert skipti sem ég kíki á mbl.is að þá er ekki verið að tala um neitt annað en eitthvað slæmt.   9 látnir í Finlandi eftir skotárás, íslensk kona fannst látin í dóminíska lýðveldinu, gengið súper hátt, börn lenda í ofbeldi heima hjá sér………..  Þetta er allt eitthvað svona, er heimurinn gjörsamlega að fara til fjandans ?

Þið hljótið að geta sagt mér eitthvað skemmtilegt ?

Auglýsingar

Mér finnst rigning góð…….

september 10, 2008

Hvað er málið með þessa rigningu alla daga ? það er reyndar voða þægilegt að sofna þegar maður heyrir í henni.   En samt mætti hún aðeins fara að minnka 😉 

Ég er flutt er svona næstum því búin að koma mér alveg fyrir 😉 á bara eftir að hengja nokkrar myndir upp á vegg þá er þetta allt komið.  Ég keypti mér sófa í ego dekor og hann er yndislegur, ekta sjónvarpssófi. Ekkert smá þægilegt að sitja eða liggja í honum 😉

Fór í leikhús síðasta laugardagskvöld og fór að sjá Fló á skinni. Þvílík snilld, þetta leikrit er mjög fyndið og mæli ég með því að allir fari að sjá það. Ég hló ekkert smá mikið og Guðjón Davíð leikari er snillingur, ekkert smá góður leikari.  
Ég keypti einnig miða á minningartónleika Vilhjálms Vilhjálmssonar og hlakka ég nokkuð mikið til að fara á þá. Þetta verða örugglega mjög flottir tónleikar 🙂

nóg af mér í bili……………