Sól sól skín á mig

júní 26, 2008

Ég er alveg mjög sátt við það að sólin er farin að skína og það er orðið ágætlega heitt úti 🙂  kvarta alla vegana ekki. Vona bara að veðrið verði svona um helgina því ég er að spá í að skella mér í sveitina og njóta góða veðrisins þar 😉 og auðvita fá sér ís 😉

Það styttist óðum í Noregsferðina og hlakkar mér mjög mikið til. Verður frábært að heimsækja litlu fjölskylduna í Noregi (sem fer stækkandi 😉 ).  langar reyndar frekar mikið til London, Hildur vinkona var að koma frá London og ég var bara öfundsjúk hehe 😉  en hvað veit maður nema maður skelli sér í haust eða fyrir jólinn 😀   London einu sinni á ári er næstum nauðsynlegt 😀

Horfði á allra vörum um daginn og mér fannst þetta snilldar framlag.  safnaðist slatti af pening en samt ekki nóg og auðvita lagði maður sitt af mörkunum 😉   Mér finnst brjálað fyndið að það er verið að eyða milljónir í einhvern dana sem á að koma og ná einhverjum ísbjörn og það auðvita mistekst og nokkrar milljónir farnar í vaskinn. Hefði ekki verið sniðugara að nota þessa peninga í eitthvað gagnlegt.  Talandi um ísbjörn, einhver annar orðin leiður á þessu ísbjarnar tali í fjölmiðlum ????

Vona að þið eigið góða helgi og mæli með því að þið kíkið á myndböndin hér fyrir neðan, þau fá ykkur til að brosa 🙂

 

Auglýsingar

ég er enn hér……

júní 11, 2008

Nei ég er ekki alveg hætt að blogga er einhverja hluta vegna bara ekki búin að finna tímann í að gera það……

Ég fór til Svíþjóðar 1 júní með dropanum sem er samtök fyrir sykursjúk börn og unglinga. Ég var farastjóri ásamt 4 öðrum og svo var læknir með okkur og hjúkrunarfræðingur.  Við flugum til Kaupmannahafnar og keyrðum þaðan til Fiskebackslag í Svíþjóð. Gistum þar eina nótt og fórum svo í skútu og vorum á henni í 3 nætur og sigldum um.  Það var mjög gaman vera á skútunni enda var veðrið geðveikt allan tímann. Við fórum svo til Gautaborgar og vorum þar á hóteli í 2 nætur. Fórum í smá verslunarleiðangur og í Liseberg þar sem ég fór 6 sinnum í rússíbanana 🙂  Brjálað stuð 😉   Þessi ferð var frábær og mjög skemmtileg, allan tímann var sól og hiti og auðvita tókst manni að brenna…..  Unglingarnir voru á aldrinum 14 – 18 ára og var yndisleg og hinir farastjórarnir voru fínir og skemmtilegir, þannig þessi ferð var algjör snilld !!! 

Fór á Sex and the City myndina og hún var æði fannst mér. ALveg mynd sem ég get hugsað mér að eiga til að horfa á aftur 😉  algjör stelpumynd.  En hvar er minn Mr. Big ????

Christopher Noth as Mr. Big and Sarah Jessica Parker as Carrie Bradshaw in New Line Cinema's Sex and the City

Helgin framundan og ég hlakka til að sofa út á laugardaginn 😉  langar í sveitina en fer frekar helgina eftir þessa. Alltof langt síðan ég fór í sveitina og langar ekkert smá mikið að fara að koma mér þangað enda besta sveitin í heiminum 😉   

Njótið dagsins og góða veðrisins !!!