sumarið að verða búið !!!!!!

júlí 22, 2008

Er að fara út eftir viku og kem aftur 5 ágúst, sem þýðir að sumarið er að verða búið !!!!!  Tíminn líður alltof hratt að mínu mati, ég ætla mér alltaf að gera helling af hlutum en svo er allt í einu enginn tími.
Fór í sveitina um helgina og naut góða veðrisins þar 🙂  Tinna, Hildur og Maz komu í heimsókn á laugardeginum og ég sýndi þeim aðeins sveitina og svo voru þau í mat, held að þeim hafi alveg fundist það fínt 😉  Áður en þau komu þá fór ég ásamt Kristínu mágkonu, mömmu og Agnesi frænku á Flúðir því Bylgjan var þar með einhverja tónleika. Ég hefði geta setið þar miklu lengur og fylgst með fólkinu, það var ansi skrautlegt fólk þarna inn á milli 😉  Ég og Kristín skemmtum okkur konunglega þarna. Mér finnst mjög gaman að fylgjast með fólki, þá er ég ekki að meina að gera grín af þeim, bara fylgjast með þeim og sjá hvernig fólk hagar sér 😉 

Næsta helgi er ættarmót og er ég að vona að það verði nú ekki rigning þar sem ég ekki alveg að nenna að tjalda í rigningu :I nenni ekki að standa í því að allt sé blautt og svona…….

Erla og Bjarki eignuðst prinsessu 14 júlí og hún er svo sæt. Ég segi bara innilega til hamingju elsku Erla og Bjarki 😀  

Eigið góða viku……..

Auglýsingar

Mér finnst rigningin góð……

júlí 14, 2008

Mér finnst bein rigning æðisleg en um leið og það er komin vindur þá er ekkert svo gaman 😉  En það er nauðsynlegt að hafa rigningardaga inn á milli 🙂

Fór í sveitina í föstudagskvöldið og fór aftur heim á laugardagskvöldið. Kom við hjá Ástu á heimleiðinni og þegar ég fór þaðan þá var klukkan að verða 1.  Ég var nú frekar mikið smeyk þegar ég keyrði kambana, það var þvílík rigning og mjög mikil þoka. Við erum að tala um að ég sá ekkert nema hvítt, ég hafði ekki hugmynd um hvenær kambanir byrjuðu og enduðu.  En komst heim heil á höldnu 😉   Ég og Ásta töluðum auðvita um allt á milli himins og jarðar og þar á meðal fórum við að tala um nöfn, hvað sumir foreldrar gera börnum sínum með því að skíra þau fáranlegum nöfnum.   Við kíktum á mannanafnanefnd og sáum þar að þú getur skírt strákinn þinn „Hilaríus skíði“ einnig gætiru skírt hann „skúta“…… svona án gríns, hver gerir barninu sínu þetta ???

Fór á Mamma mia í gær, það var smá fjölskylduferð og þessi mynd er æði. Það var fullur salur og þvílíkt stemming, fólk var farið að klappa með lögunum í endann. Ég mæli alla vegana með myndinni 😉 Meryl Streep og Colin Firth eru frábær í myndinni og  reyndar allir.  Það var reyndar frekar skrýtið að sjá sjálfan James Bond syngja ha ha

Ekki nema 2 vikur í Noreg og það verður yndislegt að komast aðeins út. Hlakka til 😀

Eigið góða viku 😉


Hvernig var vikan hjá þér ?

júlí 3, 2008

Þegar ég var yngri var ég mjög óheppin, datt á hausinn, labbaði á staura, gerði mig óvart að fífli og svo framvegis. Þar sem maður er nú orðin eldri og þroskaðri þá var ég nú að vona að ég væri laus við þessa óheppni mína.  En ég var vel minnt á hana í seinustu viku, á mánudeginum datt ég með löppina í holu !!! Það var frekar vont og fékk ég falleg sár sem gefa ör. Á föstudeginum mæti ég svo hress en þreytt með Hörpu í Hress klukkan korter í 6 til að fara að æfa. Klukkan hálf 7 er ég á leiðinni á slysó !!!!!!!!  Vissi alltaf að íþróttir eru stórhættulegar 😉  Ég sem sagt missteig mig svona illa að ég tognaði og gerði löppina mína tvöfalda og mátti ekki keyra bílinn minn né stíga í löppina um seinustu helgi. Þar fór helgarplanið og ég endaði upp í sveit og sat mest alla helgina á rassinum !!!  Gaman það 😀  En ég er öll að koma til og maður tekur auðvita bara pollýönnu á svona 😉   Þar sem ég kemst ekki í Hress þá reyni ég að fara í sund á morgnana og það er bara fyndið. Þar eru eldri menn samankomnir og rífast um pólitík og olíuverð, bara skrautlegt 😉 

Magga frænka var níræð í gær, og alltaf jafn hress. Auðvita var haldin veisla enda merkilegt að ná því að verða 90 ára.  Ég þekki pabbaætt voða lítið og var það því forvitanlegt að vera þarna í veislunni og sjá frændfólkið sitt. Hitti meira segja konu sem sat við hliðina á mér og Kristínu í flugvélinni þegar við fórum til New York í fyrra og ég komst að því í gær að þetta er frænka mín !!!!!  bara fyndið 😉

Ferðahelgi framundan og ég ætla að vera í rólegheitum heima 😉  Barnaafmæli hjá Viktoríu á sunnudaginn og maður verður auðvita að láta sjá sig þar og ég er heldur ekki alveg að nenna að vera í umferðinni á sunnudaginn.  

Þeir sem mig þekkja vita að ég er þvílík ísmanneskja, ég gæti lifað á ís.  Ég varð í þvílíkum vonbrigðum með nýju ísbúðina í Garðbæ. Hann var dýr og bara ekki góður, keyri frekar eitthvað lengra og kaupi mér ís þegar mér langar í ís.  Og bara svo þið vitið þá er besti ísinn á Flúðum 😉 

Góða helgi 🙂

index.cfm.jpg