Loksins sumar eða svona næstum því……

apríl 28, 2008

Vaknaði klukkan 4 í nótt við Máva sem voru út í garði !!!  þvílíkur hávaði……… skárra væri ef þetta hefði verið einhver fuglasöngur en nei þetta var eitthvað helv…… garg !!!!!!  Mín varð frekar pirruð.  Svo náði birtan að komast inn um svefnherbergisgluggan sem var ekki til að bæta það hehe hljómar þetta eitthvað eins og ég hafi eitthvað verið pirruð í nótt he he !! náði á endanum að sofna aftur og fór ekki í leikfimi í morgun klukkan 6……  ég og Harpa ákváðum að vera góðar við okkur þennan mánudagsmorgun og sofa lengur 😉  Enda mætti ég hress og kát i vinnuna klukkan 10 😀

Loksins er farið að hlýna en ég er gráðug og vil meiri sól, sérstaklega eftir að vera búin að tala við írisi.  Það er víst bara bongó bliða í Noregi, íris kemur bara með hitann þegar hún kemur í maí 😉   Golan er lúmskt köld, ég hélt ég mundi frjósa úr kulda seinasta miðvikudag þegar ég var úti frá 16 – 19, þá var mjög kalt út ¨!!! það er reyndar bara apríl enþá, maður ætti kannski að bíða með að kvarta þangað til maí er komin 😉

Fer í 2 próf í maí, fyrsta er 9 maí og seinna 13 maí og þá er þessi önn búin 🙂 ma og pa fara svo til amsterdam 14 maí og verða í 5 nætur. Það er bara lúxus á þeim gömlu!! ég hefði ekkert á móti því að stinga af eftir prófin og helst í svona 2 – 3 vikur 😉 en ég verð víst að bíða þangað til í júní.  Í júni fer ég í smá vinnu til Svíþjóðar í viku, ásamt hóp af unglingum og öðru starfsfólki 🙂 og svo um verslunarmannahelgina er það vika í Noregi.  Íris búin að lofa góðu veðri svo ég get ekki beðið eftir að kíkja í heimsókn 😀

Smá mont hérna af litlu frænku henni Alexöndru.  Fór að horfa hana keppa í fimleikum á sumardaginn fyrsta og haldið ekki hún hafi verið meistari mótsins !!!  Ég var ekkert smá montin af skvísunni, nokkuð viss um að hún fái þetta allt úr föðurættinni ha ha ha ha

Eigið góðan dag…… 😀

Ég, Hildur og Hjördís……. einhver litamunur ?????

 

 

Auglýsingar

Bæn dagsins….

apríl 11, 2008

Bæn dagsins

Kæri drottinn.

Í dag hef ég gert allt rétt.  

Ég hef ekki slúðrað, ekki orðið reið,
ekki verið gráðug, fúl, vond, eða sjálfselsk.
Ég hef ekki vælt, kvartað, blótað eða borðað súkkulaði.
Ég hef ekki sett neitt á kredidkortið mitt.  

En ég fer á fætur eftir nokkrar mínútur og mun þurfa mun meiri hjálp eftir það.
Amen

 

Er búin að panta mér far til Noregs í sumar og get ekki beðið 🙂  Get heldur ekki beðið eftir því að prófin eru búin, er alveg komin með nóg af skóla í bili……

Stelpukvöldið gekk vel og ég gleymdi myndavél en Hjördís tók helling af myndum og er ég að bíða eftir að geta fengið afnot af þeim 😉 

hef ekkert að segja 

eigið góða helgi !!


langar svo….

apríl 3, 2008
  • Íris var svo skemmtileg að freista mín til að koma til sín helgina 11 – 13 apríl og mig langar svo….  farið hjá icelandair er á um 40000 og ég er ekki alveg að tíma því fyrir eina helgi.                                                                            …….
  • Páskarnir búnir og þeir voru rólegir.  Skrapp í sveitina og var þar í eina nótt, alltaf fínt að komast í sveitina en getur verið þröngt á þingi þegar allir koma en það sleppur 😉  Svo eru prófin að byrja og ég er búin 13 maí og ég get ekki beðið, verður fínt að vera bara að vinna og þurfa ekki að hafa áhyggjur af einhverjum ritgerðum eða prófum 😀     …….. 
  • Stelpukvöld á laugardaginn heima hjá Hjördísi og mig hlakkar ekkert lítið til 😀  Vona bara að sem flestar mæta og allar verða í góðu skapi.  Kvöldið getur ekki klikkað ef allir eru í góðu skapi og hressar og kátar 😀 Vantar reyndar Írisi en hún er víst að fara út á lífið í Noregi þannig hún verður með okkur í anda 😉  Mér finnst vera svo langt síðan ég hef farið í partý með vinum mínum, reyndar verða engir strákar þarna þannig það eru bara vinkonurnar en strákarnir mega koma næst þegar við höldum party 😉  Mér finnst geðveikt langt síðan ég hef séð suma vini mína eins og til dæmis Dodda,  hann er náttúrlega geðveikt busy sem ég skil mjög vel en ég held án gríns að það sé að nálgast ár síðan ég sá hann síðast sem er frekar sorglegt.  Mætti honum reyndar um daginn, hann keyrði framhjá mér og ég brosti voða sætt til hans en hann tók ekki eftir mér. Fólk á jeppum tekur ekki eftir fólki á yaris ha ha ha ha ha ha                                                                                                                                                                                   …………….
  •  Er einhver orðin þreytt/ur af þessum kulda ???  ég er alla vegana orðin frekar þreytt af honum og er farin að þrá sumarið. Vona að sumarið verði eins gott og í fyrra.  Ég er samt alveg að fýla það hvað það er orðið bjart úti, það er snilld.  Þegar ég mæti í leikfimi klukkan 6 á morgnana þá er byrjað að birta og miklu auðveldara að vakna 😀    …………. 
  •   Ég er farin að þrá að komast til útlanda,  langar svo að komast aðeins í burtu… hver kemur með ? Ætla að enda þessu færslu á nokkrum myndum  

     irisogeg.jpg    íris og ég

 

 

tinnaogeg.jpg

ég og Tinna, tekið á seinasta stelpukvöldi sem var fyrir nokkrum árum

 

girlies.jpg

my girlies !!!

 

erlaogeg.jpg

Erla Perla

 

heidgudhareg.jpg

good times

 

astaogeg.jpg

Ásta og ég í London 2006

 

hildurogeg.jpg

Hildur og ég í skírninni hjá Þorgils eða Birni Val….. man ekki hvorri

 

skottur.jpg

Guðrún að taka myndir 🙂

 

þarf að vera duglegri að taka myndir……….. vantar nýrri myndir 😉 

 

Njótið helgarinnar  ;D