Hef aldrei verið jafn hrædd !!!

mars 20, 2008

Ég er sem sagt búin að vera passa hús bróður míns (og kött) í 2 vikur, en hann býr í einbýlishúsi á völlunum. Aðfaranótt miðvikudags fór ég frekar seint að sofa, var búin að vera baka fyrir Alexöndru en hún átti afmæli á miðvikudeginum og kæmi þá heim frá Tenerife.  En alla vegana ég leggst upp í rúm og fer að lesa og svo um svona hálf 2 var ég alveg að sofna en heyri bíl keyra inn götuna, sem mér fannst frekar skrýtið þar sem þetta er mjög hljóðlát gata.  Svo heyri ég bara skellt hurðum og hlaup, næst er barið mjög fast á hurðina hjá mér og ég panika !!!  svo heyri ég að það er labbað um í mölinni.    Ég tek það fram að ég er með alveg ágætt ýmundunarafl, þó ég horfði nú bara á rómantískar bíómyndir og gamanmyndir þá fór ég nú strax að hugsa um einhverja hryllingsmynd eða eitthvað !!!   Ég fer upp úr rúminu, kveiki ljós og er að deyja úr hræðslu, ég skelf eins og hrísla.   Ég hringi í 112 og þeir segjast koma en svo heyri ég hlátur sem ég kannast frekar mikið við. Heyri hann kannski svona á hverjum degi í VINNUNNI !!!!  opna hurðina og auðvita eru þetta Axel og Hemmi vinnufélagar mínir að HRÆÐA ÚR MÉR LÍFTÓRUNA !!!  eru þið að grínast hvað ég hefði geta lamið þá !!!  Þeir voru þarna ásamt 2 vinum sínum og grenjuðu úr hlátri. Ég hringdi í 112 aftur og bað þá um að koma ekki þar sem það var bara verið að stríða mér, löggan hló og sagði mér að ég yrði nú að hefna mín á þeim (þetta er allavegana geymt en ekki gleymt) !!    Ég skalf svo mikið að þið trúið því ekki, ég hef aldrei verið eins hrædd á ævinni, var á mörkunum að fara að grenja.   Svo þegar þeir fóru þá ætlaði ég aldrei að ná að sofna aftur……..   Þeir héldu víst áfram og fundu sér annað fórnarlamb sem var víst alveg jafn hræddur og ég og hringdi einnig í 112, hvernig endaði sú saga ??? 


draugur í bínum mínum !!!

mars 17, 2008

Hjá framsætunum í bílnum mínum eru ljós í loftinu sem þú þarft að ýta á til að þau kveikni.  Ég læsi alltaf bílnum mínum þegar ég fer úr honum og það klikkar ekki.  En það hefur gerst tvisvar að þetta ljós hefur kviknað þegar enginn er í bílnum og ég þarf að ýta á það til að það slökkni.  Frekar spúkí finnst mér !!! 

Náðí mér í kvef og hálsbólgu og pínu hita, alltaf jafn gaman af því eða ekki.  Ásta og Emil kíktu í heimsókn á föstudaginn og það var mjög gaman 😀  Maður sér þau mæðgin alltof lítið, þó það sé nú ekki langt til Selfossar.  Ég og Ásta náðum alla vegana að tala mikið saman og rifjuðum upp ýmislegt, meðal annars þegar ég hoppaði yfir hestinn, geri aðrir betur hehe

páskafrí eftir 3 daga jibbí…


lærdómur !!

mars 9, 2008

Ég er ekki alveg að nenna að læra þessa stundina en maður verður víst að gera það, þar sem þessi önn fer nú alveg að vera búin 😀  úff hvað mig hlakka til þegar sumarið kemur, það verður ljúft 🙂

Páskarnir eftir eina og hálfa viku og verður maður með nefið oní bókunum og einnig að klára ritgerðir. Ég ætla að reyna að stinga af upp í sveit um páskana og njóta þess að vera þar í smá stund 🙂 alltaf gott að vera í sveitinni 🙂 ´

Er á völlunum núna og það er mjög fínt.  Er byrjuð að eiga samræður við köttinn um hitt og þetta he he ok ég er ekki alveg farin að missa vitið en ótrúlegt hvað maður talar við þessi dýr 🙂  Er að ná að læra á þessa slökkvara hjá rafyrkjanum honum bróður mínum. Þetta er voða flókið system hjá honum, það er t.d einn takkinn í forstofunni sem kveikir allt ljósið í húsinu og svo eru öll ljós með dimmer…. 

lærdómur kallar (en hversu lengi veit ég ekki 😉 )


Bandaríkjamenn eru alveg……..

mars 3, 2008

snargeðveikir í hausnum stundum……….     í morgun sat ég í rólegheitum og var að borða morgumatinn og lesa moggann þegar ég rakst á grein um að bandaríkjamenn eru byrjaðir að vilja láta laga skólamyndir af börnum sínum.  Sem sagt þegar börnin fara í skólamyndatöku þá vilja foreldranir láta laga myndina þannig að barnð verði ekki með svona stór eyru eða hafa það grennra……  Hversu rangt er þetta ?   Hvaða skilaboð ertu að gefa barninu þínu ? að það er ekki nógu gott eins og það lítur út og að þú vildir óska þess að það væri fallegra.    Mér finnst þetta hræðilegt !!!  Þetta voru líka bara börn í 2 bekk,  hvað varð um að elska barnið sitt eins og það er ??  talandi um að brjóta sjálfstraust barnsins niður…..

 Helgin búin og mín var mjög fín, var að vinna á föstudagskvöldið og svo á laugardagskvöldið var árshátíð hjá Hafnarfjarðarbæ og það var mjög gaman. Maturinn var reyndar ekki spes en ég skemmti mér konunglega að dansa við á móti sól

Enda þessa færslu á mynd af breska prinsinum honum Harry, hann er ekkert ómyndarlegur greyið 😉

princeharry__opt.jpg