Snjór og aftur snjór !!

febrúar 28, 2008

Ok ég er virkilega farin að þrá vorið og sumarið, er orðin frekar þreytt á þessum snjó og kulda !!    Ég skil fólk mjög vel fyrir að skella sér til sólarlanda um þetta leiti til að komast í burt frá þessu kuldaskeri !!!   Þetta land getur nú oft verið yndislegt en núna er ég ekkert mjög spennt fyrir því.   Væri til í að komast aðeins í burtu þó það væri ekki bara eina helgi til London ?  vill ekki einhver bjóða mér ??? he he he 

  • Samfés er næstu helgi og þá verður nóg að gera í vinnunni, hlakka til þegar Samfés er búið og þá eru allir stórviðburðir búnir í bili 🙂   Svo er ekki nema 3 vikur í páskana og þá verður maður með nefið oní lærdómsbókunum en reynir að kíkja í sveitina líka 🙂  Alltaf svo gott að vera í sveitinni 😀 

 Bara vika þangað til ég þarf að flytja á vellina í 2 vikur, það verður mjög fínt, stutt í vinnu og gott næði til að læra enda svo stutt í prófin 🙂     Var einmitt að spá í næstu haust og taka þá færri áfanga og vinna meira 🙂  Manni vantar alltaf pening, ekki satt ?

 

 njótið snjósins !! 

Auglýsingar

þreyta !!

febrúar 25, 2008

já ég er þreytt,  held að ég sé ennþá hálf ónýt eftir þetta LAN um helgina.  En það gekk sem betur fer vel fyrir sig enda svo miklir englar í þessum skóla 😉  Ég náði reyndar ekki miklum svef á laugardeginum og var það því bara sæng, rúmið og sjónvarpið á laugardagskveldinu, frekar ljúft.     Í gær skruppum ég, Harpa, Heiða og Tinna út að borða á Vegamót og kítkum svo í bíó á 27 dresses.  Hún var fín, maður vissi auðvita hvað ætti eftir að gerast alla myndina en svona myndir eru alveg nauðsynlegar inn á milli.  Reyndar horfi ég aðalega á svona myndir ha ha ha ha 😉    En kvöldið var mjög fínt, gaman að hafa svona stelpukvöld og gera eitthvað saman 😉 

Óskarinn var afhentur í gær og ég ætlaði að reyna að sjá eitthvað af honum en steinsofnaði eftir að það var búið að afhenda óskarinn fyrir besta leikara í aukahlutverki.  Ég gat alveg hlegið af John Stewart, hann gerir grín af öllu og öllum.

Vitiði hvað fer rosalega í taugarnar á mér….. þegar fólk fer í fýlu útaf engu eða þegar  það getur ekki sagt hvað er að og líka þegar það lætur eins og það sé betra en allir aðrir. Ég verð mest pirruð þegar fólk lætur þannig. Af hverjur getur fólk ekki bara tjáð sig á almennilegan og kurteisan hátt ????  Ég er ekki að segja að ég sé eitthvað perfect og er alltaf í góðu skapi og aldrei fúl eða pirruð en ég reyni að láta ekki minn pirring eða fýlu bitna á öðrum.  Það eru bara bara sumir sem halda að heimurinn snúist í kringum sig og það fer mjög í taugarnar á mér.    ok…. varð aðeins að koma þessu frá mér 😉  líður miklu betur núna 😀

jæja best að halda áfram að vinna, full skrifstofan af unglingum sem eru að spila 🙂


Bros allan hringinn !!!!

febrúar 22, 2008

Ég náði að eyða smá pening í dag, keypti mér Yaris og nýja fartölvu 😀  Ekkert smá ánægð með lífið þessa stundina.   Er búin að brosa allan hringinn síðan ég fékk lyklana af bílnum afhentan 😉  ´Ég á besta pabba í heima sem er búin að vera alveg yndislegur að keyra með mér um bílsölur og leiðbeina mér.  Hefði aldrei keypt bílinn ef hann hefði ekki bent mér á hann.

Kristín mágkona var ekki nógu sátt við útlitið á síðunni minni þannig ég breytti því fyrir hana 😉  talandi um Kristínu þá er hún, Jói bróðir og börn ásamt Fjólu Dögg og fjölskyldu á leið til Tenerife.  Hefði ekkert á móti því að komast aðeins í sólina en í staðin mun ég flytja á vellina og passa Rósulind (köttinn).  Það verður ljúft að vera á völlunum í 2 vikur, Ásta og Emil ætla sennilega að kíkja á mig og gista jafnvel eina nótt 🙂

Hefur ykkur aldrei fundist ykkur það vanta fleirri klukkutíma í sólarhringinn ??  mér hefur fundist það upp á síðkastið, er að vinna, skólinn og svo er ég í áfanga í skólanum sem er starfskynning og þar þarf ég að vinna í Garðalundi á milli þess að ég er ekki í skólanum né að vinna !!!   Reyndar fer starfskynninginn bráðum að hætta þannig þetta verður fínt 😀

Er að vinna núna og klukkan er núna 20:53 og ég verð búin að vinna á morgun um 9 leytið þannig ég verð að vaka í alla nótt. Það er sem sagt LAN í gangi hérna í Setrinu, eitthvað sem ég veit ekkert um 😉  

Eigið góða helgi 😀


It´s a new world !!

febrúar 15, 2008

Erla vinkona breytti sinni síðu og mér leist svo vel á hana að ég ákvað að herma 😉  þannig ég held að ég haldi mig bara hér í framtíðinni.

Grunnskólahátíðinn var í gær og  var þvílík stemming á liðinu, ég fékk það skemmtilega verkefni að sjá um sjoppuna og var ég alveg búin þegar ég kom heim.  Lét samt renna í bað og fór í heitt bað og spilaði þægilega tónlist og fór svo upp í rúm og steinsofnaði 🙂     

Það er ekki mikið að gerast þessa dagana, lífið snýst um að vinna og skólann. Svo er ég í starfskynninga áfanga í skólanum þar sem ég þarf að skila af mér ákveðið mörgum tímum, þannig maður reynir að pússla þessu öllu saman.  Ég fór  nú í bíó seinustu helgi að P.S I love you, mér auðvita tóskt að gráta yfir henni 😉  Myndin var fín en ég var búin að lesa bókina og varð fyrir pínu vonbrigðum þar sem mér fannst margt vanta sem var í bókinni.  Gerald Butler var líka mjög flottur í myndinni þannig ég ætla ekkert vera að kvarta 😉   En það sem ég get kvartað yfir er að loftræstingskerfið var bilað og það var steik þarna inni og svo fyrir aftan okkur voru einhverjar 18 ára gellur sem voru að gera alla brjálaða í bíó.  Þær kjöftuðu alla myndina voru með þvílík læti og voru að spjalla í símann.  Ég reyndar snéri mér við eitt skitptið þegar ein gellan svaraði símanum og benti henni á að hún væri í bíó.   Ég er 100% viss um að ég hafi aldrei látið svona í bíó þegar ég var 18 ára……. það sem var fyndnast við þetta þegar myndin var búin þá heyrðist í þeim, það er greinilegt að fólk kann ekki að skemmta sér !!! ÞÚ ERT Í BÍÓ ekki á SKEMMTISTAÐ !!!!!!   reyndar komast þær ekki inn á skemmtistaðina, greyin !

Gerry Butler Bara flottur 😉

Hildur vinkona er farin til LA í mánuð og það er smá öfund þar, hefði ekkert á móti því að vera þar nuna.  Maður hefði kannski bara átt að smygla sér í töskunna hennar og fara með.  Yfirvikt ???? nei er það………    væri alveg til í að fara í Victoria Secret og versla he he    

 Matarboð annaðkvöld hjá Erlu Perlu og hlakka ég til. Verður örugglega eitthvða mjög gott á boðstólnum og svo er félagsskapurinn auðvita frábær 😉   

Njótið helgarinnar 🙂