Sætast

október 10, 2008

Jii ég sá myndband og fékk alveg tár í augun því þetta var svo sætt. Varð að deila því með ykkur 

Auglýsingar

Hvað er að ???

október 3, 2008

Fór inn á mbl.is í dag og rakst á þessa frétt :

Sjö ára drengur olli miklu uppnámi í dýragarði í Ástralíu í gær. Hann komst inn á skriðdýrasvæði dýragarðsins og drap nokkrar eðlur með steinum og henti þeim í krókódíl.

Drengurinn komst yfir öryggisgirðingu í dýragarðinum í Alice Springs snemma á miðvikudagsmorgun. Hann notaði síðan grjóthnullung til að drepa þrjár eðlur, þar á meðal 20 ára gamla goannaeðlu sem var í miklu uppáhaldi hjá gestum dýragarðsins. Hann kastaði hræjunum síðan til krókódílsins Terry.

Að sögn Rex Neindorf, forstjóra dýragarðsins, kastaði drengurinn einnig nokkrum lifandi dýrum yfir girðinguna til Terry og hann klifraði einnig yfir ytri öryggisgirðingu við krókódílatjörnina til að komast nær. Myndir af athæfi drengsins náðust á öryggismyndavélar og þar sést að drengurinn er að mestu sviplaus á meðan þessu fór fram.

„Það var eins og hann væri að leika sér,“ sagði Neindorf.

Drengurinn drap 13 dýr, sem metin eru á jafnvirði um 600 þúsund krónur, þar á meðal skjaldböku og nokkrar litlar eðlur. Engin dýranna eru sjaldgæf í sjálfu sér en Neindorf segir að erfitt verði að fá ný í staðin.

Lögreglan í  Alice Springs segist vita hver drengurinn er en geti ekki ákært hann vegna aldurs hans. „Af öllum fréttum að dæma er þetta býsna andstyggilegur 7 ára drengur,“ sagði Neindorf, sem segist vera að undirbúa skaðabótamál á hendur foreldrum drengsins. 

Öryggiskerfi dýragarðsins byggist á skynjurum, sem virðast ekki hafa greint drenginn vegna þess hve hann er lítill.    (www.mbl.is)

Ég spyr bara, hvað er að ????  hversu cruel getur eitt barn verið ?  Hvar voru foreldrarnir ????? 


Auðvelt að skemmta mér…

október 1, 2008

Ég tók eftir því að facebook að allir voru að leika sér á síðunni yearbookyourself.com og auðvita þurfti ég að gera það líka.  Og vá hvað ég er búin að hlægja mikið yfir þessu. Þarf ekki mikið til að láta mig fara að hlægja, skemmtilegast fannst að sjá hvernig bræður mínir urðu……. hahaha 

 Mamma flott

  pabbi líka flottur

 
 Jói bróðir 

 og Gummi he he 

og svo ég ;)


Ég vil góðar fréttir !!!

september 24, 2008

Er það bara ég eða er ekkert nema vondar fréttir í blöðum og sjónvarpi…….  Mér finnst í hvert skipti sem ég kíki á mbl.is að þá er ekki verið að tala um neitt annað en eitthvað slæmt.   9 látnir í Finlandi eftir skotárás, íslensk kona fannst látin í dóminíska lýðveldinu, gengið súper hátt, börn lenda í ofbeldi heima hjá sér………..  Þetta er allt eitthvað svona, er heimurinn gjörsamlega að fara til fjandans ?

Þið hljótið að geta sagt mér eitthvað skemmtilegt ?


Mér finnst rigning góð…….

september 10, 2008

Hvað er málið með þessa rigningu alla daga ? það er reyndar voða þægilegt að sofna þegar maður heyrir í henni.   En samt mætti hún aðeins fara að minnka 😉 

Ég er flutt er svona næstum því búin að koma mér alveg fyrir 😉 á bara eftir að hengja nokkrar myndir upp á vegg þá er þetta allt komið.  Ég keypti mér sófa í ego dekor og hann er yndislegur, ekta sjónvarpssófi. Ekkert smá þægilegt að sitja eða liggja í honum 😉

Fór í leikhús síðasta laugardagskvöld og fór að sjá Fló á skinni. Þvílík snilld, þetta leikrit er mjög fyndið og mæli ég með því að allir fari að sjá það. Ég hló ekkert smá mikið og Guðjón Davíð leikari er snillingur, ekkert smá góður leikari.  
Ég keypti einnig miða á minningartónleika Vilhjálms Vilhjálmssonar og hlakka ég nokkuð mikið til að fara á þá. Þetta verða örugglega mjög flottir tónleikar 🙂

nóg af mér í bili……………


Hafnarfjörður here I come…….

ágúst 28, 2008

Merkilegt, þegar ég var lítil varð ég frekar mikill dramadrottning ef mamma og pabbi minntust eitthvað á þá hugmynd um að flytja kannski í Hafnarfjörðin.  Það var bara hræðileg tilhugsun, maður var náttúrlega gelgja og himin og jörð hefðu örugglega farist ef maður hefði flutt frá vinum sínum 😉  Svo varð ég eldri og þroskaðri (eða ég held því alla vegana fram) og Hafnafjörður leit ekki neitt svo illa út lengur 😉   Þar sem allt er í kreppu og ég ákvað að í framtíðinni vil ég vera í umönnunarstarfi sem er nota bene ekki vel borguð. En peningar eru ekki allt og mestu skiptir að vera hamingjusamur…. en nú er ég algjör farin að tala um allt annað. Ég ætlaði nú bara að segja að ég er að fara að flytja á vellina í LITLA en sæta íbúð 🙂 ég ákvað að taka stúdentaíbúð (ódýrastar) á leigu og það verður mjög fínt. Stutt í flesta þjónustu og heim til stóra bróður 😉  Mig langaði ekki neitt í stúdentaíbúðirnar í RVK og þar sem vellirnir eru nú rétt hjá Garðabænum og vinnunni minni þá var þetta tilvalið 🙂  

Talandi um vinnu þá er þvílíkt stuð hjá mér þar og mínum dygga aðstoðarmanni Axel.  Verð bara að segja að ég held að þetta verði nokkuð skemmtilegur vetur hjá okkur 😀  Skemmtilegir unglingar og skemmtilegt starfsfólk, getur maður beðið um meira 😉

Fór niðrí bæ í gær að taka og fylgdist með mótökunni og það var bara mjög gaman. Fór með Unni vinkonu og við kíktum aðeins á kaffihús. Þvílíkur fjöldi af fólki, nokkuð flott að sjá hversu margir mættu.

enda á nokkrum myndum frá Noregi…..

 

 

 

 

 

 

 


Strákarnir okkar !!!

ágúst 22, 2008

Ég hef alltaf haft mikinn áhuga handbolta og reyni að horfa á alla leiki með íslenska handboltalandsliðinu en þessir ólympíuleikar eru að fara með mínar taugar, þvílík spenna !!!  Það er svo frábært að við erum að spila um gullið, ég hlakka til að horfa á leikinn á sunnudaginn.  Í dag horfði ég á leikinn í vinnunni á skjávarpa og án þess að fatta það var ég búin að naga 2 neglur !!!!!!! Þetta er búið að vera þvílíkt spennandi en bara skemmtilegt !!  Og án efa mundi ég segja að Dorrit forsetafrú sé skemmtilegasta aðdáandi íslenska landsliðsins, hún er algjört æði 😉  
Og til að bæta við þá er Guðjón Valur einn af kynþokkafyllstu karlmönnum íslands !!!  😉

Byrjuð í vinnunni á fullu eftir smá sumarfrí og það er fínt. Mér finnst nefnilega gaman í vinnunni og dagarnir líða mjög hratt, eins og til dæmis þessi vika er gjörsamlega búin að hverfa.  Þannig á það líka að vera, er það ekki 😉
 
 Vitið hvað fer í taugarnar á mér, ljósmæðraverkfallið !!!  Ég skil greyið ljósmæðurnar að fara í verkfall og styð þær. En af hverju eru alltaf umönnunarstörfin verst borguð ???  svo eru einhverjir pleppar á himinháum launum og vita varla hvað þeir eiga að gera við peningana sína. Mér finnst alltaf vera að hækka launin hjá þessum stjórnmálamönnum sem eru margir hverjir snarruglaðir og leiðinlegir !!!!   Ef ekki væri fyrir þessi umönnunarstörf og fólkið sem væri í þeim, hvað yrði um þetta litla þjóðfélag þá ??
 
 Jæja nóg af mér í bili, ég segi bara : ÁFRAM ÍSLAND !!!!!! 😀