Flughræðsla

ágúst 6, 2008

Jæja ég er komin heim eftir vikuferð til írisar, Veigars og Viktors.  Hafði það mjög gott þarna hjá þeim og lærði nýtt spil sem við spiluðum næstum á hverjum kvöldi og ég var frekar óheppin í því verð ég að segja 😉 
Það var kíkt á hina ýmsu staði og kíkt aðeins í búðir og einnig fór ég að horfa á Veigar keppa og Stakbæk vann 4-1, ekki slæmt það.  Veðrið var fínt og einn daginn var þvílíkt heitt þannig það var bara haft það fínt í bakgarðinum og farið í vatnsslag og svona 🙂  Ég segi bara takk enn og aftur fyrir mig elsku Íris og Veigar

OK, ég er flughrædd og ég er sérstaklega flughrædd þegar ég er að fara ein í flugvél það er að segja er ekki að ferðast með neinum sem ég þekki. Á þriðjudagsmorguninn áður en ég fór út var ég byrjuð að vera flökurt og leið bara illa. Kristín mágkona keyrði mig á flugvöllinn og var ég að reyna að hugsa um eitthvað allt annað en þessa flugferð. Svo kom að því að fara í flugvélina, sat hliðinni á einhverjum feðginum var að reyna að anda eðlilega þegar flugvélin fór á loft. Ok allt gekk vel eins og vanalega og ég var nú byrjuð að slaka á. Svo 40 mínútum áður en við eigum að lenda fljúgum við inn í vont veður, eldingar og rigning úti og flugvélinn hoppaði. Ég fékk áfall, hélt fyrir eyrun (veit ekki af hverju ég geri það alltaf en anyways), kallinn við hliðina á mér lítur á mig og segir “ bad weather“…… REALLY ???? tók ekki eftir því !!!!!!!!  ég sit þarna og mér líður ömurlega, og án þess að fatta það renna tár niður augun á mér. Ég verð eiginlega bara lítil og langar mest að fara heim til Mömmu he he he.  Flugvélin lendir svo loksins og úti er grenjandi rigning, þrumur og eldingar. Íris býður svo eftir mér á lestarstöðinni og var ég svo feginn að sjá hana he he 🙂 
Flugferðin heim var sem betur fer fín og ég lenti í einni af þessum nýjum vélum þar sem maður stjórnar tónlistinni og hvað maður vill horfa á sjálfur. 🙂  

Ég kveð í bili…..

Auglýsingar

sumarið að verða búið !!!!!!

júlí 22, 2008

Er að fara út eftir viku og kem aftur 5 ágúst, sem þýðir að sumarið er að verða búið !!!!!  Tíminn líður alltof hratt að mínu mati, ég ætla mér alltaf að gera helling af hlutum en svo er allt í einu enginn tími.
Fór í sveitina um helgina og naut góða veðrisins þar 🙂  Tinna, Hildur og Maz komu í heimsókn á laugardeginum og ég sýndi þeim aðeins sveitina og svo voru þau í mat, held að þeim hafi alveg fundist það fínt 😉  Áður en þau komu þá fór ég ásamt Kristínu mágkonu, mömmu og Agnesi frænku á Flúðir því Bylgjan var þar með einhverja tónleika. Ég hefði geta setið þar miklu lengur og fylgst með fólkinu, það var ansi skrautlegt fólk þarna inn á milli 😉  Ég og Kristín skemmtum okkur konunglega þarna. Mér finnst mjög gaman að fylgjast með fólki, þá er ég ekki að meina að gera grín af þeim, bara fylgjast með þeim og sjá hvernig fólk hagar sér 😉 

Næsta helgi er ættarmót og er ég að vona að það verði nú ekki rigning þar sem ég ekki alveg að nenna að tjalda í rigningu :I nenni ekki að standa í því að allt sé blautt og svona…….

Erla og Bjarki eignuðst prinsessu 14 júlí og hún er svo sæt. Ég segi bara innilega til hamingju elsku Erla og Bjarki 😀  

Eigið góða viku……..


Mér finnst rigningin góð……

júlí 14, 2008

Mér finnst bein rigning æðisleg en um leið og það er komin vindur þá er ekkert svo gaman 😉  En það er nauðsynlegt að hafa rigningardaga inn á milli 🙂

Fór í sveitina í föstudagskvöldið og fór aftur heim á laugardagskvöldið. Kom við hjá Ástu á heimleiðinni og þegar ég fór þaðan þá var klukkan að verða 1.  Ég var nú frekar mikið smeyk þegar ég keyrði kambana, það var þvílík rigning og mjög mikil þoka. Við erum að tala um að ég sá ekkert nema hvítt, ég hafði ekki hugmynd um hvenær kambanir byrjuðu og enduðu.  En komst heim heil á höldnu 😉   Ég og Ásta töluðum auðvita um allt á milli himins og jarðar og þar á meðal fórum við að tala um nöfn, hvað sumir foreldrar gera börnum sínum með því að skíra þau fáranlegum nöfnum.   Við kíktum á mannanafnanefnd og sáum þar að þú getur skírt strákinn þinn „Hilaríus skíði“ einnig gætiru skírt hann „skúta“…… svona án gríns, hver gerir barninu sínu þetta ???

Fór á Mamma mia í gær, það var smá fjölskylduferð og þessi mynd er æði. Það var fullur salur og þvílíkt stemming, fólk var farið að klappa með lögunum í endann. Ég mæli alla vegana með myndinni 😉 Meryl Streep og Colin Firth eru frábær í myndinni og  reyndar allir.  Það var reyndar frekar skrýtið að sjá sjálfan James Bond syngja ha ha

Ekki nema 2 vikur í Noreg og það verður yndislegt að komast aðeins út. Hlakka til 😀

Eigið góða viku 😉


Hvernig var vikan hjá þér ?

júlí 3, 2008

Þegar ég var yngri var ég mjög óheppin, datt á hausinn, labbaði á staura, gerði mig óvart að fífli og svo framvegis. Þar sem maður er nú orðin eldri og þroskaðri þá var ég nú að vona að ég væri laus við þessa óheppni mína.  En ég var vel minnt á hana í seinustu viku, á mánudeginum datt ég með löppina í holu !!! Það var frekar vont og fékk ég falleg sár sem gefa ör. Á föstudeginum mæti ég svo hress en þreytt með Hörpu í Hress klukkan korter í 6 til að fara að æfa. Klukkan hálf 7 er ég á leiðinni á slysó !!!!!!!!  Vissi alltaf að íþróttir eru stórhættulegar 😉  Ég sem sagt missteig mig svona illa að ég tognaði og gerði löppina mína tvöfalda og mátti ekki keyra bílinn minn né stíga í löppina um seinustu helgi. Þar fór helgarplanið og ég endaði upp í sveit og sat mest alla helgina á rassinum !!!  Gaman það 😀  En ég er öll að koma til og maður tekur auðvita bara pollýönnu á svona 😉   Þar sem ég kemst ekki í Hress þá reyni ég að fara í sund á morgnana og það er bara fyndið. Þar eru eldri menn samankomnir og rífast um pólitík og olíuverð, bara skrautlegt 😉 

Magga frænka var níræð í gær, og alltaf jafn hress. Auðvita var haldin veisla enda merkilegt að ná því að verða 90 ára.  Ég þekki pabbaætt voða lítið og var það því forvitanlegt að vera þarna í veislunni og sjá frændfólkið sitt. Hitti meira segja konu sem sat við hliðina á mér og Kristínu í flugvélinni þegar við fórum til New York í fyrra og ég komst að því í gær að þetta er frænka mín !!!!!  bara fyndið 😉

Ferðahelgi framundan og ég ætla að vera í rólegheitum heima 😉  Barnaafmæli hjá Viktoríu á sunnudaginn og maður verður auðvita að láta sjá sig þar og ég er heldur ekki alveg að nenna að vera í umferðinni á sunnudaginn.  

Þeir sem mig þekkja vita að ég er þvílík ísmanneskja, ég gæti lifað á ís.  Ég varð í þvílíkum vonbrigðum með nýju ísbúðina í Garðbæ. Hann var dýr og bara ekki góður, keyri frekar eitthvað lengra og kaupi mér ís þegar mér langar í ís.  Og bara svo þið vitið þá er besti ísinn á Flúðum 😉 

Góða helgi 🙂

index.cfm.jpg


Sól sól skín á mig

júní 26, 2008

Ég er alveg mjög sátt við það að sólin er farin að skína og það er orðið ágætlega heitt úti 🙂  kvarta alla vegana ekki. Vona bara að veðrið verði svona um helgina því ég er að spá í að skella mér í sveitina og njóta góða veðrisins þar 😉 og auðvita fá sér ís 😉

Það styttist óðum í Noregsferðina og hlakkar mér mjög mikið til. Verður frábært að heimsækja litlu fjölskylduna í Noregi (sem fer stækkandi 😉 ).  langar reyndar frekar mikið til London, Hildur vinkona var að koma frá London og ég var bara öfundsjúk hehe 😉  en hvað veit maður nema maður skelli sér í haust eða fyrir jólinn 😀   London einu sinni á ári er næstum nauðsynlegt 😀

Horfði á allra vörum um daginn og mér fannst þetta snilldar framlag.  safnaðist slatti af pening en samt ekki nóg og auðvita lagði maður sitt af mörkunum 😉   Mér finnst brjálað fyndið að það er verið að eyða milljónir í einhvern dana sem á að koma og ná einhverjum ísbjörn og það auðvita mistekst og nokkrar milljónir farnar í vaskinn. Hefði ekki verið sniðugara að nota þessa peninga í eitthvað gagnlegt.  Talandi um ísbjörn, einhver annar orðin leiður á þessu ísbjarnar tali í fjölmiðlum ????

Vona að þið eigið góða helgi og mæli með því að þið kíkið á myndböndin hér fyrir neðan, þau fá ykkur til að brosa 🙂

 


ég er enn hér……

júní 11, 2008

Nei ég er ekki alveg hætt að blogga er einhverja hluta vegna bara ekki búin að finna tímann í að gera það……

Ég fór til Svíþjóðar 1 júní með dropanum sem er samtök fyrir sykursjúk börn og unglinga. Ég var farastjóri ásamt 4 öðrum og svo var læknir með okkur og hjúkrunarfræðingur.  Við flugum til Kaupmannahafnar og keyrðum þaðan til Fiskebackslag í Svíþjóð. Gistum þar eina nótt og fórum svo í skútu og vorum á henni í 3 nætur og sigldum um.  Það var mjög gaman vera á skútunni enda var veðrið geðveikt allan tímann. Við fórum svo til Gautaborgar og vorum þar á hóteli í 2 nætur. Fórum í smá verslunarleiðangur og í Liseberg þar sem ég fór 6 sinnum í rússíbanana 🙂  Brjálað stuð 😉   Þessi ferð var frábær og mjög skemmtileg, allan tímann var sól og hiti og auðvita tókst manni að brenna…..  Unglingarnir voru á aldrinum 14 – 18 ára og var yndisleg og hinir farastjórarnir voru fínir og skemmtilegir, þannig þessi ferð var algjör snilld !!! 

Fór á Sex and the City myndina og hún var æði fannst mér. ALveg mynd sem ég get hugsað mér að eiga til að horfa á aftur 😉  algjör stelpumynd.  En hvar er minn Mr. Big ????

Christopher Noth as Mr. Big and Sarah Jessica Parker as Carrie Bradshaw in New Line Cinema's Sex and the City

Helgin framundan og ég hlakka til að sofa út á laugardaginn 😉  langar í sveitina en fer frekar helgina eftir þessa. Alltof langt síðan ég fór í sveitina og langar ekkert smá mikið að fara að koma mér þangað enda besta sveitin í heiminum 😉   

Njótið dagsins og góða veðrisins !!!
 

 


Loksins sumar eða svona næstum því……

apríl 28, 2008

Vaknaði klukkan 4 í nótt við Máva sem voru út í garði !!!  þvílíkur hávaði……… skárra væri ef þetta hefði verið einhver fuglasöngur en nei þetta var eitthvað helv…… garg !!!!!!  Mín varð frekar pirruð.  Svo náði birtan að komast inn um svefnherbergisgluggan sem var ekki til að bæta það hehe hljómar þetta eitthvað eins og ég hafi eitthvað verið pirruð í nótt he he !! náði á endanum að sofna aftur og fór ekki í leikfimi í morgun klukkan 6……  ég og Harpa ákváðum að vera góðar við okkur þennan mánudagsmorgun og sofa lengur 😉  Enda mætti ég hress og kát i vinnuna klukkan 10 😀

Loksins er farið að hlýna en ég er gráðug og vil meiri sól, sérstaklega eftir að vera búin að tala við írisi.  Það er víst bara bongó bliða í Noregi, íris kemur bara með hitann þegar hún kemur í maí 😉   Golan er lúmskt köld, ég hélt ég mundi frjósa úr kulda seinasta miðvikudag þegar ég var úti frá 16 – 19, þá var mjög kalt út ¨!!! það er reyndar bara apríl enþá, maður ætti kannski að bíða með að kvarta þangað til maí er komin 😉

Fer í 2 próf í maí, fyrsta er 9 maí og seinna 13 maí og þá er þessi önn búin 🙂 ma og pa fara svo til amsterdam 14 maí og verða í 5 nætur. Það er bara lúxus á þeim gömlu!! ég hefði ekkert á móti því að stinga af eftir prófin og helst í svona 2 – 3 vikur 😉 en ég verð víst að bíða þangað til í júní.  Í júni fer ég í smá vinnu til Svíþjóðar í viku, ásamt hóp af unglingum og öðru starfsfólki 🙂 og svo um verslunarmannahelgina er það vika í Noregi.  Íris búin að lofa góðu veðri svo ég get ekki beðið eftir að kíkja í heimsókn 😀

Smá mont hérna af litlu frænku henni Alexöndru.  Fór að horfa hana keppa í fimleikum á sumardaginn fyrsta og haldið ekki hún hafi verið meistari mótsins !!!  Ég var ekkert smá montin af skvísunni, nokkuð viss um að hún fái þetta allt úr föðurættinni ha ha ha ha

Eigið góðan dag…… 😀

Ég, Hildur og Hjördís……. einhver litamunur ?????