Flughræðsla

Jæja ég er komin heim eftir vikuferð til írisar, Veigars og Viktors.  Hafði það mjög gott þarna hjá þeim og lærði nýtt spil sem við spiluðum næstum á hverjum kvöldi og ég var frekar óheppin í því verð ég að segja 😉 
Það var kíkt á hina ýmsu staði og kíkt aðeins í búðir og einnig fór ég að horfa á Veigar keppa og Stakbæk vann 4-1, ekki slæmt það.  Veðrið var fínt og einn daginn var þvílíkt heitt þannig það var bara haft það fínt í bakgarðinum og farið í vatnsslag og svona 🙂  Ég segi bara takk enn og aftur fyrir mig elsku Íris og Veigar

OK, ég er flughrædd og ég er sérstaklega flughrædd þegar ég er að fara ein í flugvél það er að segja er ekki að ferðast með neinum sem ég þekki. Á þriðjudagsmorguninn áður en ég fór út var ég byrjuð að vera flökurt og leið bara illa. Kristín mágkona keyrði mig á flugvöllinn og var ég að reyna að hugsa um eitthvað allt annað en þessa flugferð. Svo kom að því að fara í flugvélina, sat hliðinni á einhverjum feðginum var að reyna að anda eðlilega þegar flugvélin fór á loft. Ok allt gekk vel eins og vanalega og ég var nú byrjuð að slaka á. Svo 40 mínútum áður en við eigum að lenda fljúgum við inn í vont veður, eldingar og rigning úti og flugvélinn hoppaði. Ég fékk áfall, hélt fyrir eyrun (veit ekki af hverju ég geri það alltaf en anyways), kallinn við hliðina á mér lítur á mig og segir “ bad weather“…… REALLY ???? tók ekki eftir því !!!!!!!!  ég sit þarna og mér líður ömurlega, og án þess að fatta það renna tár niður augun á mér. Ég verð eiginlega bara lítil og langar mest að fara heim til Mömmu he he he.  Flugvélin lendir svo loksins og úti er grenjandi rigning, þrumur og eldingar. Íris býður svo eftir mér á lestarstöðinni og var ég svo feginn að sjá hana he he 🙂 
Flugferðin heim var sem betur fer fín og ég lenti í einni af þessum nýjum vélum þar sem maður stjórnar tónlistinni og hvað maður vill horfa á sjálfur. 🙂  

Ég kveð í bili…..

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: