Hafnarfjörður here I come…….

Merkilegt, þegar ég var lítil varð ég frekar mikill dramadrottning ef mamma og pabbi minntust eitthvað á þá hugmynd um að flytja kannski í Hafnarfjörðin.  Það var bara hræðileg tilhugsun, maður var náttúrlega gelgja og himin og jörð hefðu örugglega farist ef maður hefði flutt frá vinum sínum 😉  Svo varð ég eldri og þroskaðri (eða ég held því alla vegana fram) og Hafnafjörður leit ekki neitt svo illa út lengur 😉   Þar sem allt er í kreppu og ég ákvað að í framtíðinni vil ég vera í umönnunarstarfi sem er nota bene ekki vel borguð. En peningar eru ekki allt og mestu skiptir að vera hamingjusamur…. en nú er ég algjör farin að tala um allt annað. Ég ætlaði nú bara að segja að ég er að fara að flytja á vellina í LITLA en sæta íbúð 🙂 ég ákvað að taka stúdentaíbúð (ódýrastar) á leigu og það verður mjög fínt. Stutt í flesta þjónustu og heim til stóra bróður 😉  Mig langaði ekki neitt í stúdentaíbúðirnar í RVK og þar sem vellirnir eru nú rétt hjá Garðabænum og vinnunni minni þá var þetta tilvalið 🙂  

Talandi um vinnu þá er þvílíkt stuð hjá mér þar og mínum dygga aðstoðarmanni Axel.  Verð bara að segja að ég held að þetta verði nokkuð skemmtilegur vetur hjá okkur 😀  Skemmtilegir unglingar og skemmtilegt starfsfólk, getur maður beðið um meira 😉

Fór niðrí bæ í gær að taka og fylgdist með mótökunni og það var bara mjög gaman. Fór með Unni vinkonu og við kíktum aðeins á kaffihús. Þvílíkur fjöldi af fólki, nokkuð flott að sjá hversu margir mættu.

enda á nokkrum myndum frá Noregi…..

 

 

 

 

 

 

 

Auglýsingar

5 Responses to Hafnarfjörður here I come…….

 1. Axel..! skrifar:

  afhverju sagðiru ekki að ég væri tíkin þín líka?

 2. Fjóla skrifar:

  af því ég lýt meira á þig sem þræl en vildi ekki alveg skrifa það……….

 3. Kristín Ósk skrifar:

  JEI!!! Ohh hvað ég er ánægð að fá þig nær mér 🙂 Nú verður sko skroppið til þín elskan mín!! Get ekki beðið 🙂

 4. Fjóla skrifar:

  Alltaf velkomin Kristín mín 🙂

 5. Unnur skrifar:

  þú verður nú að bjóða okkur bráðum í heimsókn, held við villumst ekki í þetta skiptið 😀

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: