Strákarnir okkar !!!

Ég hef alltaf haft mikinn áhuga handbolta og reyni að horfa á alla leiki með íslenska handboltalandsliðinu en þessir ólympíuleikar eru að fara með mínar taugar, þvílík spenna !!!  Það er svo frábært að við erum að spila um gullið, ég hlakka til að horfa á leikinn á sunnudaginn.  Í dag horfði ég á leikinn í vinnunni á skjávarpa og án þess að fatta það var ég búin að naga 2 neglur !!!!!!! Þetta er búið að vera þvílíkt spennandi en bara skemmtilegt !!  Og án efa mundi ég segja að Dorrit forsetafrú sé skemmtilegasta aðdáandi íslenska landsliðsins, hún er algjört æði 😉  
Og til að bæta við þá er Guðjón Valur einn af kynþokkafyllstu karlmönnum íslands !!!  😉

Byrjuð í vinnunni á fullu eftir smá sumarfrí og það er fínt. Mér finnst nefnilega gaman í vinnunni og dagarnir líða mjög hratt, eins og til dæmis þessi vika er gjörsamlega búin að hverfa.  Þannig á það líka að vera, er það ekki 😉
 
 Vitið hvað fer í taugarnar á mér, ljósmæðraverkfallið !!!  Ég skil greyið ljósmæðurnar að fara í verkfall og styð þær. En af hverju eru alltaf umönnunarstörfin verst borguð ???  svo eru einhverjir pleppar á himinháum launum og vita varla hvað þeir eiga að gera við peningana sína. Mér finnst alltaf vera að hækka launin hjá þessum stjórnmálamönnum sem eru margir hverjir snarruglaðir og leiðinlegir !!!!   Ef ekki væri fyrir þessi umönnunarstörf og fólkið sem væri í þeim, hvað yrði um þetta litla þjóðfélag þá ??
 
 Jæja nóg af mér í bili, ég segi bara : ÁFRAM ÍSLAND !!!!!! 😀  

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: